Menningardagar

Menningardagar eru  uppbrotsdagar síðustu vikuna fyrir jól. Á menningardögum er hefðbundin kennsla brotin upp að einhverju leyti. Yngra stigið heimsækir Lindakirkju, nemendur fara á kaffihús sem sett er upp í einni kennslustofu skólans. Nemendur í 7. bekk lesa fyrir yngri nemendur og myndlistarmaður setur upp myndlistasýningu í skólanum. Ýmsir þekktir myndlistarmenn hafa sett upp sýningar í miðrými skólans og má þar nefna Tolla og Brian Pilkington. Föndursmiðjur eru settar upp hjá eldri nemendum.  Nemendur á eldra stigi fara í menningarferðir í miðbæ Reykjavíkur og Kópavogs þar sem merkar byggingar eru skoðaðar og kaffihús heimsótt í leiðinni. Menningardögum lýkur með  jólaböllum hjá öllum öllum aldursflokkum.