Bleikur föstudagur 15. október
Við hvetjum alla til að skarta einhverju bleiku á föstudaginn. Með því sýnum við konum sem hafa greinst með krabbamein stuðning og samstöðu.
Við hvetjum alla til að skarta einhverju bleiku á föstudaginn. Með því sýnum við konum sem hafa greinst með krabbamein stuðning og samstöðu.
Árlega stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auk samstarfsaðila fyrir átaksverkefninu Göngum í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. […]
Í Lindaskóla er áhersla lögð á lestur og að geta lesið sér til gagns og ánægju. Það er gott að geta gleymt sér við bóklestur í notalegu umhverfi. Borð og stólar eru heppileg vinnusvæði, en hugsanlega ekki beint notaleg. Í einni […]
Nú haustar að og við vonum að sumarið hafi verið ykkur notalegt og gott. Skólasetning Lindaskóla verður þriðjudaginn 24. ágúst. Vegna sóttvarnaráðstafana og fjöldatakmarkanna verður skólasetning án foreldra. Skólasetningin er í matsal skólans. Eftir skólasetninguna hitta nemendur umsjónarkennara sína. Kl. 8:30 […]
Mánudaginn 7. júní hlupu nemendur og kennarar „Lindaskólasprettinn“ í Lindaskóla í Kópavogi. Lindaskólaspretturinn er hlaupinn ár hvert og er áheitahlaup til styrktar góðu málefni hverju sinn. Nemendur hlaupa ákveðna leið í nærumhverfi skólans og er hringurinn sem þau hlaupa 1,25 km […]
Útskrift 10. bekkjar var haldin hátíðleg mánudaginn 7. júní í matsal skólans. Salurinn var í hátíðarbúningi. Nemendur og foreldrar mættu spariklæddir á útskriftina sem og kennarar skólans. Athöfnin hófst á ávarpi Guðrúnar G. Halldórsdóttur, skólastjóra og í kjölfarið kom að stóru […]