Kæru foreldrar og nemendur Lindaskóla
Nú styttist í að skólastarf hefjist aftur að loknu sumarfríi.
Skólasetning verður mánudaginn 25.ágúst n.k.
Tímasetningar eru eftirfarandi:
2.-4.bekkur Kl. 8:30-9:00
5.-7.bekkur Kl 9:00-9:30
8.-10.bekkur Kl 9:30-10:00
Nemendur og forráðamenn verðandi 1.bekkjar fá fundarboð frá umsjónarkennurum.
Skólastarf hefst svo samkvæmt stundatöflu þann 26.ágúst.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja starfsfólk Lindaskóla
