Barnaþing með bæjarstjórn Kópavogs

Þriðjudaginn 28. maí var haldinn svolítið sérstakur fundur hjá bæjarstjórn Kópavogs. Ungmennaráð Kópavogs stjórnaði fundinum og svo voru það þingmenn Barnaþings sem fluttu tillögur fyrir bæjarstjórn Kópavogs. Síðar voru það ýmist Bæjarstjóri eða fulltrúar bæjarstjórnar sem svöruðu hverri tillögu fyrir sig. Bæjarstjórn mun síðan fjalla um tillögurnar á sínum fundum.
Þau sem fóru á fundinn fyrir hönd Lindaskóla voru Andrea Ölversdóttir og Heiðar Þórðarson úr 10. bekk, sem fluttu tillögu á fundinum og stóðu sig frábærlega. Einnig fór Benedikt Nói úr 7. bekk sem áheyrnarfulltrúi. Með þeim fór Margrét Ásgeirsdóttir samfélagsfræðikennari á unglingastigi sem hefur haldið utan um þetta verkefni.

 

Posted in Fréttaflokkur.