Skáksveit Lindaskóla tók þátt í Norðurlandamóti í skólaskák fyrr í haust.
Að þessu sinni var mótið haldið á Íslandi nánar tiltekið á Laugarvatni.
Lindaskólastrákarnir höfðu titil að verja enda urðu þeir Norðurlandameistarar síðasta skólaár á mótinu sem haldið var í Danmörku.
Það er skemmst frá því að segja að þeir vörðu titilinn og það með stæl.
Fengu 18,5 vinning af 20 mögulegum.