Reiðhjól, vespur, létt bifhjól, hlaupahjól, hjólabretti og línuskautar
Nemendur eru hvattir til þess að koma gangandi eða hjólandi í skólann í samráði við foreldra sína. Hjólreiðar og önnur farartæki eru ekki leyfð á starfstíma skólans vegna slysahættu. Hjól eiga að vera í hjólagrindum á skólatíma, vespur og létt bifhjól geymist við grindverkið hjá hreystivellinum og hlaupahjól og hjólabretti geymist utandyra.
Rafmagnsvespur, bensínvespur og létt bifhjól
Vespur sem komast ekki hraðar en 25 km/klst eru ekki skráningarskyldar og þeim má aka á hjóla- og göngustígum. Létt bifhjól eru skráningarskyld og þeim má ekki aka á hjóla- eða göngustígum. Til að mega aka þeim þarf viðkomandi að vera orðinn 15 ára og hafa sérstakt ökupróf á bifhjólið.
Ábyrgð foreldra
Foreldrar meta það hversu lengi fram eftir hausti þeir treysta barni sínu til þess að hjóla í skólann. Hafa skal í huga að samkvæmt 40. grein umferðarlaga er börnum yngri en 7 ára óheimilt að vera á reiðhjólum í umferðinni nema í fylgd með fullorðnum.
Nemendur undir 12 ára aldri eiga aðeins að hjóla á gangstéttum, göngu- og hjólreiðastígum. Fyrr hafa þau ekki þann þroska og reynslu sem þarf til að hjóla samhliða umferð. Þessar reglur eru í takt við tilmæli Samgöngustofu.
Nemendur eiga að nota hjálma og annan öryggisbúnað.
Gangið úr skugga um að hjálmar séu heilir og rétt stilltir.
Hjól eiga að vera læst á skólatíma og eru þau alfarið á ábyrgð foreldra. Skólinn tekur ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á farartækjum nemenda.