Undanfarin ár hefur Lindaskóli og leikskólarnir í hverfinu, Núpur og Dalur verið í samstarfi. Samstarfið felst í að elstu leikskólabörnin, skólahópurinn, kemur í heimsókn til 1. bekkinga í Lindaskóla á skólatíma og tekur þátt í skólastarfinu. Skólahópurinn fær að prófa að sitja og læra með 1. bekk og kennurum þeirra, taka þátt í íþróttatíma og borða hádegismat í matsal skólans.
Tilgangurinn með samstarfi milli skólastiga er að skapa samfellu í námi barna, koma til móts við þarfir þeirra og stuðla að markvissari uppbyggingu náms. Samstarfið undirbýr verðandi grunnskólabörn undir að koma í skólann á nýju skólaári þar sem þau þekkja bygginguna, umhverfi skólans og hafa kynnst ákveðnum starfsmönnum Lindaskóla.
Hér eru myndir frá heimsókn leikskólana í Lindaskóla…