Í Lindaskóla eru samstundir hjá nemendum í öllum árgögnum nokkrum sinnum yfir veturinn. Nemendur í 1.-4. bekk fara t.d. reglulega og syngja saman, 1.-2. bekkur saman og 3.-4. bekkur saman. Nokkrum sinnum yfir veturinn skipuleggja nemendur atriði til að sýna skólasystkinum og foreldrum er boðið einu sinni í 1.-7. bekk.
Þessa dagana er ekki verið að blanda mikið nemendum saman þannig að á yngsta stigi fer einn árgangur í einu í samstund. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 1. bekk syngja saman lagið Það vantar spítur undir stjórn Ívars tónmenntakennara.
Það vantar spýtur
Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa?
Þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa
Það vantar spýtur og það vantar sög
það vantar málningu og fjörug lög
Þau hafa rólað hundrað milljón sinnum út og inn
og mokað saman sandinum í skóinn sinn
Það vantar spýtur…
Kannist þið við snáða sem að engu fá að ráða?
Þeir þvælast bara hér og þar og eru fyrir alls staðar
Það vantar spýtur…
Kannist þið við krakka sem að kúra á skólabekkjum
og langtum flestum líður eins og kartöflum í sekkjum?
Það vantar spýtur…