Grænlenskir gestir

Dagana 19.-30. september fengu nemendur og starfsmenn í 7.DH góða gesti. Hingað komu 25 börn frá hinum ýmsu stöðum á austurströnd Grænlands til að læra sund í Salalaug. Á þessum tveimur vikum var margt skemmtilegt gert, þar með talið föndurverkefni, fræðsla um Grænland og vöfflubakstur. Það fór vel á með krökkunum og þetta var skemmtileg heimsókn sem nemendur Lindaskóla lærðu mikið af.

 

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru þessa daga.

Posted in Fréttaflokkur.