Menningardagar settir

Setning menningardaga Lindaskóla fór fram snemma morguns þann 14. desember, nemendur 1. LSS voru viðstaddir setninguna, aðrir nemendur skólans fylgdust með rafrænt.

Nokkrir nemendur úr 7. og 5. bekk spiluðu jólalag sem setti hátíðarbrag á athöfnina.

Guðrún skólastjóri flutti stutt ávarp og bauð Ingvar Thor Gylfason myndlistamann velkominn. Nokkrar af myndum hans prýða nú miðrýmið og geta allir nemendur komið á menningardögum og skoðað myndirnar. Það er gaman að geta þess að verk Ingvars Thors hafa verið sýnd víða í Evrópu og miðrýmið í Lindaskóla er því á pari við listagallerí í Madrid og Mílanó.

 

Posted in Fréttaflokkur.