Öskudagur í Lindaskóla

Öskudagurinn lukkaðist vel í Lindaskóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfinu. Nemendur gátu valið milli hinna ýmsu stöðva innan hvers árgangs. Grímugerð, dans, myndmennt, nýmóðins ösku-töskur og margt fleira skemmtilegt. Boðið var upp á popp og nammi í tilefni dagsins. Það var sérlega gaman að sjá alla flottu búningana sem nemendur og starfsmenn klæddust.
Hér eru myndir frá öskudeginum…

Posted in Fréttaflokkur.