8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Í mörg ár hefur Lindaskóli ásamt leikskólunum í hverfinu verið saman í mörgum skemmtilegum verkefnum sem tengja börnin vinaböndum í tilefni dagsins. Vegna aðstæðna í samfélaginu sem allir þekkja er ekki hægt að blanda saman nemendahópum og var því ákveðið að vinna að vinaverkefnum í minni hópum þetta árið.
Í Lindaskóla var haldið upp á baráttudaginn í dag. Nemendur gerðu fallegar blómamyndir úr ýmis konar pappír. Blómin voru síðan límd á lituð karton og klippt í tvö stór laufblöð fyrir hvern bekk. Laufblöðin voru síðan fest upp á veggi og hurðir á kennslustofum nemenda. Markmið verkefnisins var að minna okkur á mikilvægi góðra samskipta. Hér eru myndir frá vináttudeginum..