Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í Lindaskóla hefur verið haldið upp á daginn undanfarin ár með því að nemendur vinna verkefni sem tengjast deginum. Í ár var yfirskrift dagsins Náttúran í nærumhverfinu og var sjónum beint að sköpun til heiðurs náttúrunni.
Ýmsir nemendahópar í Lindaskóla tóku þátt í deginum og á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 2. EG á leið í útinám með kennurum sínum, Elsu og Auði. Nemendur fóru og söfnuðu laufblöðum sem þeir tóku með sér inn í skólastofu til að vinna áfram með. Hér eru myndir…