Villinorn : Eldraun (Lene Kaaberböl).
Klara er 12 ára grunnskólanemandi og villinorn. Atburðarásin er hröð, kaflarnir stuttir og mikið af ráðgátum og ósvöruðum spurningum. Þetta er spennusaga.
Strandanornir ( Kristín Helga Gunnarsdóttir)
Óboðinn gestur birtist óvænt í árlegri veislu Kolfríðar fyrir framliðna ættingja og vini – ófrýnileg skotta sem skelfir bæði hana og barnabörnin þrjú. Til að kveða óværuna niður þarf fjölskyldan að fara norður á Galdrastrandir á vit fortíðarinnar og sú ferð verður ekki tíðindalaus.
Nornasaga : hrekkjavaka (Kristín Ragna Gunnarsdóttir)
Katla opnar óvart galdragátt á hrekkjavökunni. Ævaforn norn, smýgur í gegn, uppfull af hefndarþorsta. Tjörnin fyllist af sæskrímslum og nornin gerir Hallgrímskirkju að höll sinni – svo fátt eitt sé nefnt.