Skáklífið í Lindaskóla blómstrar. Þrátt fyrir að skákæfingar í skólanum hafi fallið niður vegna COVID er fjöldinn allur af nemendum Lindaskóla að taka þátt í skákæfingum og mótum. Kristófer Gautason skákkennari gerði sér lítið fyrir og færði skákæfingar og mót inn á veraldarvefinn.
Allir nemendur skólans eru velkomnir að vera með.
Þetta eru skrefin sem þarf að fara í gegnum (mjög einfalt):
1. Búa til aðgang á www.chess.com (ef iðkandi á ekki nú þegar)
2. Gerast meðlimur í hópum:
Skákklúbbur Lindaskóla: https://www.chess.com/club/skakklubbur-lindaskola
Kópavogur-skólar: https://www.chess.com/club/kopavogur-skolar
Dagskrá er einnig birt á forsíðu hópa.
3. Skrá sig á mótin allt að 60 mínútum fyrir.
Dagskrá þessa vikuna:
Þriðjudagsmót Lindaskóla 16:30-17:30 (31. mars): https://www.chess.com/live#r=175965 (aðeins fyrir Lindaskóla)
Fimmtudagsmót Kópavogs: 16:30-17:30 (2. apríl): https://www.chess.com/live#r=175947 (fyrir alla skóla í Kópavogi)
Laugardagsmót Kópavogs: 11:00-12:00 (4. apríl): https://www.chess.com/live#r=175949 (fyrir alla skóla í Kópavogi)
Þessir tímar verða fastir a.m.k. út apríl. Fínt fyrir nemendur að leggja þá á minnið.