Skipulag 23. – 27. mars – skipulagsdagur á mánudaginn

Mánudaginn 23. mars er skipulagsdagur og fellur öll kennsla niður þann dag. Frístundin er einnig lokuð.

Að öllu óbreyttu verður skólastarfið í næstu viku með sama hætti og í vikunni sem er að líða. Ef til breytinga kemur verða þær kynntar jafnóðum.

Nemendur í 1.-5. bekk verða í skólanum frá kl. 8:10/8:20 -12:00 og frístund verður fyrir þá nemendur í 1. bekk sem þar eru skráðir.

Tímasetningarnar verða þær sömu og það er mjög mikilvægt að nemendur mæti á réttum tíma vegna þess að skólanum er lokað og allir starfsmenn hverfa til sinna starfa.

1. bekkur mætir kl. 8:10 -8:20 við Galtalind-frístund. GRÆNN INNGAGNUR

2. bekkur mætir kl. 8:10- 8:20 við Galtalind-miðrými.  RAUÐUR INNGANGUR

3. bekkur mætir kl. 8:10- 8:20 við Núpalind-miðrými. BLEIKUR INNGANGUR

4. bekkur mætir kl. 8:20 -8:30 við Núpalind-miðrými. BLÁR INNGANGUR

5. bekkur mætir kl. 8:20 -8:30 við Núpalind- gangur. GULUR INNGANGUR

Nemendur þurfa að hafa með sér nesti, klæða sig eftir veðri og mega alls ekki gleyma góða skapinu.

 

Nemendur í 6.- 10. bekk

Í næstu viku heldur fjarkennslan áfram fyrir nemendur í 6. – 10. bekk. Kennarar munu hafa samband við þá foreldra sem eiga börn sem eru ekki nægjanlega virk í verkefnavinnu. Mikilvægt er að börnin haldi „rútínu“ eins og kostur er, vinni verkefnin sín og hreyfi sig.

Kennarar í unglingadeild munu einnig vera í sambandi við nemendur í gegnum Hangouts Meet í næstu viku. Nemendur eiga að vera komnir með appið í spjaldtölvuna sína. Kennarar hafa samband við nemendur til að útskýra betur það fyrirkomulag.
Ef einhverjir nemendur hafa gleymt einhverjum skólabókum hér í skólanum sem þeir óska eftir að hafa heima er hægt að nálgast þær á skrifstofu skólans milli kl. 13:00 og 16:00 virka daga.

Athugið að skólinn er læstur og ef einhverjir þurfa að koma á skrifstofuna eru þeir beðnir um að hringja í síma 441-3000 og láta vita af sér.

Posted in Fréttaflokkur.