Fyrsta kennsluvika í samkomubanni gekk vel

Nú er fyrstu kennsluviku í samkomubanni lokið. Vikan gekk mjög vel í breyttu umhverfi þar sem unnið var eftir fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna vegna COVID 19.

Nemendur í 1.-5. bekk mættu í skólann fram að hádegi alla daga og unnu saman í minni hópum og án þess að blandast öðrum nemendum. Fjölbreytt verkefni voru í gangi og lögð var áhersla á útinám og hreyfingu þegar veður leyfði. Á föstudaginn viðraði ekki vel til útiveru og þá hreyfðu nemendur sig inni og var mikil gleði og mikið fjör þegar nemendur dönsuðu. Nemendur stóðu sig mjög vel, fóru eftir öllum fyrirmælum og voru alveg til fyrirmyndar.

Námið hjá nemendum í 6.-10. bekk fór alfarið fram heima með fyrirmælum frá kennurum. Kennarar voru í samskiptum við nemendur sína um verkefni sem þeir unnu og skiluðu til kennara. Þetta fyrirkomulag gekk nokkuð vel og hefur spjaldtölvufærni nemenda komið að góðum notum.

Posted in Fréttaflokkur.