Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk, fór fram í íþróttahúsinu Smáranum í dag, föstudaginn, 21. febrúar. Óhætt er að segja að nemendur Lindaskóla komu, sáu og sigruðu á þessu móti og lönduðu Íslandsmeistaratitli.
Lindskóli var með fimm lið á mótinu, A, B, C, D og E-lið. Fjórir nemendur kepptu í hverju liði. Allir okkar nemendur stóðu sig frábærlega vel undir stjórn skákkennara síns, Kristófers Gautasonar. A, B og E lið Lindaskóla lentu í fyrsta sæti og fengu bikara. Í A liðinu sem urðu Íslandsmeistarar voru Birkir Hallmundarson í 2. HS, Arnar Freyr Orrason, Engilbert Viðar Eyþórsson og Sigurður Páll Guðnýjarson allir í 3. LS.
Á mánudaginn kl. 9:00 ætla nemendur og starfsmenn Lindaskóla að fagna skákfólkinu okkar.
Til hamingju skáksnillingar, til hamingju Lindaskóli