Miðvikudaginn 27. nóvember fékk 3.bekkur góða gesti í heimsókn. Nokkrir slökkviliðsmenn komu og ræddu við börnin um eldvarnir sem og nauðsyn þess að hafa reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi á heimilum. Einnig sýndu þeir nemendum slökkviliðsbíl og sjúkrabíl. Þeir sýndu nýja teiknimynd sem fjallar um baráttu slökkviálfanna Loga og Glóðar við Brennu-Varg. Börnin voru mjög áhugasöm og hlustuðu af athygli. Hér koma nokkrar myndir frá heimsókninni.