Í dag heimsótti rithöfundurinn Árni Árnason nemendur í 3. – 7. bekk. Hann las upp úr bók sinni Friðbergur forseti sem kom út nýlega og er hans fyrsta bók.
Í kynningu á bókinni stendur: Friðbergur forseti er fyndin, hugljúf saga um kraftmikla krakka sem þora að hafa hátt og berjast gegn ranglæti – og fyrir betra samfélagi.
Nemendur höfðu gagn og gaman af upplestrinum.
Í Lindaskóla er lögð áhersla á að nemendur lesi bækur sér til ánægju. Einn liður í því er að fá rithöfunda í heimsóknir sem vonandi eykur áhuga nemenda á lestri bóka.