Þann 17. október fór UMSK hlaupið fram á Kópavogsvelli.
Nemendur í 4. – 5. bekk kepptu í 400 metra hlaupi og nemendur í 6. – 7. bekk kepptu í 800 metra hlaupi.
Nemendur Lindaskóla gengu léttir í lundu frá skólanum með kennurum sínum og ætluðu sér stóra hluti.
Margir fengu medalíur, en stóra keppnin er hver vinnur Bræðrabikarinn.
Keppnin fór þannig að Lindaskóli fékk Bræðrabikarinn í 9. sinn og afhenti Guðmundur Sigurbergsson úr stjórn UMSK nemendum bikarinn á sigurhátíð í íþróttahúsinu.
Allir glaðir og kátir😊
Hér má sjá fréttir frá hlaupinu á vef UMSK:
Lindaskóli hlaut Bræðrabikarinn
Áfram Lindaskóli