Útinám

Umhverfis- og útinámsteymi starfar við skólann og heldur utan upplýsingar og fræðslu til
annarra kennara sem sinna umhverfisfræðslu og útinámi.

Lindskóli leggur áherslu á að nemendur geri sér grein fyrir gildi umhverfismenntar. Áhersla
er lögð á að nemendur verði meðvitaðir um mikilvægi samspils náttúru og umhverfis. Lögð er
áhersla á að nemendur kynnist nánasta umhverfi, læri að bera virðingu fyrir náttúrunni og
þroski með sér alþjóðavitund um umhverfismál. Í Lindaskóla er útinám í hverri viku á yngsta
stigi. Útinám í Lindakóla var tilnefnt til Kópsins vorið 2016.