Kort af rýmingarleiðum eru inni í öllum kennslustofum skólans. Rýmingarleiðir eru æfðar tvisvar á skólaári. Öryggisnefnd hefur yfirumsjón með rýmingaráætlun. Í öryggisnefnd eru Arnar Bjarnason, Dragoslav Stojanovic, Hildur Guðbrandsdóttir, Unnsteinn Jónsson og Guðrún G. Halldórsdóttir.
Rýmingaráætlun Lindaskóla
Mjög mikilvægt er að gera nemendum grein fyrir mikilvægi þess að fara í einu og öllu eftir því sem kennari segir. Nemendur þurfa að vita hvar þeirra staður er á skólalóðinni ef upp kemur eldur. Þeir geta verið staddir annarsstaðar en í stofunni og þá er staðurinn þeirra á skólalóðinni sá staður sem þeir eiga að hitta kennarann sinn á.
Þegar brunabjalla hringir
eiga nemendur að fara í röð. Þeir taka eingöngu með sér skó og fara í þá. Nemendur sem geyma skó í skógrindum eru undantekning, þeir fá bláa skópoka. Kennari tekur með sér kladda og telur nemendur. Það fer of langur tími í að taka annað með sér.
fylgja nemendur kennara að næsta útgangi. Annað hvort er valin flóttaleið 1 (rauð) eða 2 (græn), fer eftir staðsetningu eldsins. Mikilvægt er að ryðjast ekki heldur ganga rösklega og fylgja sinni röð.
fara nemendur með röðinni á sinn stað á skólalóðinni. Nemendur í 1.-6. bekk safnast saman hjá leikvelli með rólum og halda bekkjarröðum þar. Nemendur í 7.-10. bekk fara á stóra fótboltavöllinn. Kennarar sem eru með hálfan bekk sameinast með bekkinn úti á velli. Mjög mikilvægt er að halda röðunum og að kennari telji nemendur og kanni hvort allir hafi örugglega skilað sér.
víkja nemendur ekki úr röðinni fyrr en tengiliður segir hvað eigi að gera. Aðstoðarskólastjóri og ritari eru tengiliðir fyrir róluvöll. Skólastjóri og deildarstjóri eldra stigs eru tengiliðir fyrir fótboltavöll. |
|
Viðbrögð við vá
Óveður
Stundum getur skólahald raskast vegna óveðurs. Þá er ætlast til að foreldrar/forráðamenn meti hvort óhætt sé að senda nemendur í skólann. Kennslu er haldið uppi samkvæmt stundaskrá þó fáir nemendur mæti í skólann. Ef veður versnar á skólatíma eru nemendur ekki sendir heim þegar skóla lýkur, heldur látnir bíða í skólanum uns þeir verða sóttir eða þar til veðri slotar. Á heimasíðu skólans má finna: ,,Viðbrögð skólans vegna óveðurs” og ,,Viðbrögð foreldra vegna óveðurs” sem Slökkvilið höfðuborgarsvæðisins útbjó í samvinnu við fræðsluyfirvöld sveitarfélaganna á svæðinu.
Veikindafaraldur
Lindaskóli er með viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs um skipulag og stjórn aðgerða í skólanum í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu. Markmið áætlunarinnar miðar að því að lágmarka áhrif inflúensufaraldurs og afleiðingar innan skólans. Eftirfarandi gildir almennt um inflúensufaraldur.
Helstu leiðir til að draga úr smiti:
Veikist nemandi þannig að einkennin bendi til inflúensu er honum ráðlagt að halda sig heima í tvo daga eftir að hann er orðinn hitalaus. Ekki er þörf á því að aðrir sem eru einkennalausir á heimili sjúklings haldi sig heima.
Hreinlæti skiptir mestu máli í að draga úr smithættu. Þar ber fyrst að nefna handþvott og að fólk hafi á sér einnota pappírsþurrkur til að hnerra eða hósta í.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra á www.influensa.is.
Öllum starfsmönnum Kópavogsbæjar er boðið upp á bólusetningu fyrir árlegri inflúensu.
Jarðskjálfti
Viðbrögð við jarðskjálftum: http://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/vidbrogd-vid-jardskjalfta
Eldgos
Viðbrögð við eldgosi: http://www.almannavarnir.is/natturuva/eldgos/vidbrogd