Öryggismál

Kort af rýmingarleiðum eru inni í öllum kennslustofum skólans. ​​ Rýmingarleiðir eru æfðar tvisvar á skólaári. Öryggisnefnd hefur yfirumsjón með rýmingaráætlun. Í öryggisnefnd eru Arnar Bjarnason, Dragoslav Stojanovic,​​ Hildur Guðbrandsdóttir, Unnsteinn Jónsson og Guðrún G. Halldórsdóttir.​​ 

Rýmingaráætlun Lindaskóla

Mjög mikilvægt er að gera nemendum grein fyrir mikilvægi þess að fara í einu og öllu eftir því sem kennari segir. Nemendur þurfa að vita hvar þeirra staður er​​ á skólalóðinni ef upp kemur eldur. Þeir geta verið staddir annarsstaðar en í stofunni og þá er staðurinn þeirra á skólalóðinni sá staður sem þeir eiga að hitta kennarann sinn á.​​ 

Þegar brunabjalla hringir

 

eiga nemendur að fara í röð.​​ Þeir taka eingöngu með sér skó og fara í þá. Nemendur sem geyma skó í skógrindum eru undantekning,​​ þeir fá bláa skópoka.​​ Kennari tekur með sér kladda og telur nemendur. Það fer of langur tími í að taka annað með sér.

 

fylgja nemendur kennara að næsta útgangi.​​ Annað hvort er valin flóttaleið 1 (rauð) eða 2 (græn), fer eftir staðsetningu eldsins. Mikilvægt er að ryðjast ekki heldur ganga rösklega og fylgja sinni röð.

 

fara nemendur með röðinni á sinn stað á skólalóðinni.​​ Nemendur í 1.-6. bekk safnast saman hjá leikvelli með rólum og halda bekkjarröðum þar. Nemendur í 7.-10. bekk fara á stóra fótboltavöllinn. Kennarar sem eru með hálfan bekk sameinast með bekkinn úti á velli. Mjög mikilvægt er að halda röðunum og að kennari telji nemendur og kanni hvort allir hafi örugglega skilað​​ sér.

 

víkja nemendur ekki úr röðinni fyrr en tengiliður segir hvað eigi að gera.​​ Aðstoðarskólastjóri og ritari eru tengiliðir fyrir róluvöll. Skólastjóri og deildarstjóri eldra stigs eru tengiliðir fyrir fótboltavöll.

 

  • Ef nemandi/nemendur lokast inni í​​ stofu á 2. hæð skólans vegna elds fyrir utan stofuna, á hann/þeir að opna glugga og láta úlpu hanga út. Þannig veit slökkviliðið af þeim og getur komið til bjargar.

  • Ef það uppgötvast að nemanda vantar er mjög mikilvægt að kennari setji sig í samband við tengilið en hlaupi ekki sjálfur af stað til að leita.​​ Annar tengiliðurinn verður alltaf að vera staðsettur hjá hópnum.

  • Tengiliður hvoru megin setur sig í samband við varðstjóra slökkviliðs (auðkenndur með rauðum hjálmi) til að vita hvert næsta skref sé. Kennarar halda sig hjá sínum bekkjum og bíða átekta.

  • Ef ekki er hægt að fara inn í skólann aftur eiga allir að fara í íþróttahúsið. Í röðum að sjálfsögðu og bíða þar átekta svo framarlega að eldurinn sé ekki þar.

Viðbrögð við vá

C:\Users\gudrungh\AppData\Local\Microsoft\Windows\INetCache\Content.MSO\FC2B7848.tmp

Óveður
Stundum getur skólahald raskast vegna óveðurs. Þá er ætlast til að foreldrar/forráðamenn meti hvort óhætt sé að senda nemendur í skólann. Kennslu er haldið uppi samkvæmt stundaskrá þó fáir nemendur mæti í skólann. Ef veður versnar á skólatíma eru nemendur ekki sendir heim þegar skóla lýkur, heldur látnir bíða í skólanum uns þeir verða sóttir eða þar til veðri slotar. Á heimasíðu skólans má finna: ,,Viðbrögð skólans vegna óveðurs” og ,,Viðbrögð foreldra vegna óveðurs” sem Slökkvilið höfðuborgarsvæðisins útbjó í samvinnu við fræðsluyfirvöld sveitarfélaganna á svæðinu.​​ 

 

Veikindafaraldur

Lindaskóli er með viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs um skipulag og stjórn aðgerða í skólanum í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu. Markmið​​ áætlunarinnar miðar að því að lágmarka áhrif inflúensufaraldurs og afleiðingar innan skólans. Eftirfarandi gildir almennt um inflúensufaraldur.​​ 

 

Helstu leiðir til að draga úr smiti:​​ 

  • Veikist nemandi þannig að einkennin bendi til inflúensu er honum​​ ráðlagt að halda sig heima í tvo daga eftir að hann er orðinn hitalaus. Ekki er þörf á því að aðrir sem eru einkennalausir á heimili sjúklings haldi sig heima.

  • Hreinlæti skiptir mestu máli í að draga úr smithættu. Þar ber fyrst að nefna handþvott og að fólk hafi á sér einnota pappírsþurrkur til að hnerra eða hósta í.

  • Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra á​​ www.influensa.is.

  • Öllum starfsmönnum Kópavogsbæjar er boðið upp á bólusetningu fyrir árlegri inflúensu.

 

Jarðskjálfti

Viðbrögð við jarðskjálftum:​​ http://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/vidbrogd-vid-jardskjalfta ​​​​ 

 

Eldgos

Viðbrögð við eldgosi:​​ http://www.almannavarnir.is/natturuva/eldgos/vidbrogd

 

 

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂