Nemendaráð

Nemendaráð
Nemendaráð Lindaskóla er skipað fulltrúum úr 8. – 10. bekk. Kosnir eru tveir fulltrúar úr
hverjum bekk að hausti. Nemendaráð skipar stjórn innbyrðis undir leiðsögn
félagsstarfskennara og deildarstjóra. Deildarstjóri heldur utan um nemendaráðið. Tilgangur
félagsins er að halda uppi félagsstarfi í skólanum, efla félagslegan áhuga nemenda og standa
vörð um hagsmuni og velferð allra nemenda skólans. Nemendaráð skólans sér um ýmis mál
innan skólans, s.s. útbúið skólakort sem gefur afslátt í ýmsum verslunum, ræðir
umgengnismál í skólanum, heldur utan um ýmsar uppákomur innan og utan skólans o.m.fl.

Lög nemendafélags Lindaskóla

  1. grein. Félagið heitir Nemendafélag Lindaskóla, skammstafað Nemlind.
    Stjórn nemendafélags Lindaskóla myndar nemendaráð skólans.
    Formaður nemendafélagsinser jafnframt formaður nemendaráðs.
  2. grein. Tilgangur félagsins er að halda uppi félagsstarfi í skólanum, efla félagslegan
    áhuga nemenda og standa vörð um hagsmuni og velferð allra nemenda skólans.
  3. grein. Nemendur skólans í 8. til 10. bekk geta verið félagar í Nemendafélagi
    Lindaskóla.
  4. grein. Félagsgjöld eru innheimt í upphafi hvers skólaárs með sölu á
    nemendaskírteinum. Félagsgjöldin skulu ákveðin á nemendaráðsfundi. Ágóða
    nemendasjóðs skal fyrst og fremst varið til að niðurgreiða viðburði sem Nemendaráð
    Lindaskóla stendur fyrir. Gjaldkeri nemendafélagsins skal bera ábyrgð á
    félagsgjöldum og öðrum fjáröflunum nemendafélagsins ásamt félagsstarfskennara1 og skólastjóra.
  5. grein. Í upphafi skólaárs eru kosnir tveir nemendur úr hverjum bekk, 8. – 10. bekk, og
    mynda þeir nemendaráð. Nemendaráð skipar svo stjórn innbyrðis undir leiðsögn
    félagsstarfskennara. Stjórnin er jafnframt stjórn nemendafélagsins og skipan stjórnar
    felur í sér stjórnarsætin; formaður, varaformaður, ritari og meðstjórnendur. Stjórnin er
    tengiliður nemenda við yfirvöld og stýrir störfum nemendaráðs í samráði við
    félagsstarfskennara.
  6. grein. Undir stjórn nemendaráðs er framkvæmdastjórn Nemendafélags Lindaskóla
    sem mynduð er í samráði við félagsmálakennara og deildarstjóra stigsins.
    grein. Einfaldur meirihluti nægir til þess að samþykkja mál innan nemendaráðs.

___________________________________
1 Félagsstarfskennari er kennari í Lindaskóla. Hann styður störf nemendafélagsins og styður nemendaráð í störfum þess.

Nemendaráð – starfsreglur

Kosning í bekkjum

Kosið er í nemendaráð að hausti.

Fráfarandi nemendaráð ásamt félagsmálakennara/umsjónarkennara eða deildarstjóra kynna
hlutverk nemendaráðs og nemendaráðsmanna áður en kosningar fara fram svo allir geri sér
grein fyrir mikilvægi kosninganna.

Reglur við kosningu í bekkjum

  1. Kosningar í nemendaráði eru í umsjá umsjónarkennara á bekkjarvísu.
  2. Kosningin er leynileg þar sem hver nemandi greiðir eitt atkvæði.
  3. Sá nemandi sem hlýtur bestu kosninguna ber sigur úr býtum. Nauðsynlegt getur verið
    að kjósa oftar en einu sinni á milli þeirra sem hljóta flest atkvæði.
  4. Kosið er um formannssætið eftir að nemendaráð hefur verið skipað. Ef fleiri en einn
    býður sig fram fer fram kosning.

    Fundir nemendaráðs

    Skyldumæting er á alla fundi nemendaráðs og þurfa nemendaráðsmenn að gera grein fyrir
    forföllum sínum. Nemendaráð skal funda að lágmarki einu sinni í mánuði á reglulegum
    fundartíma sem ákveðinn er að hausti.

    Deildarstjóri og kennari/kennarar stjórna fundum ráðsins og hafa tilbúna dagskrá fundarins
    þegar fundarmenn mæta á fundinn. Þeir tryggja að allir fái að láta álit sitt í ljós og að menn
    haldi sig við efnið. Ritari skrifar fundargerð, skráir fundartíma, fundarmenn og ákvarðanir
    fundarins.