Foreldrarölt Lindaskóla – Kynning

Foreldrarölt Lindaskóla

Foreldrum í Lindahverfi er umhugað um að í Lindahverfi líði öllum vel. Góð þátttaka í foreldrarölti í hverfinu er ein birtingarmynd þess og er til fyrirmyndar.

Foreldrarölt er sjálfboðaliðastarf foreldra. Það er skipulagt af foreldrafélagi í viðkomandi skólahverfi. Markmiðið er að virkja foreldra til samstöðu um að virða reglur um útivist barna og unglinga og að koma í veg fyrir hópamyndun unglinga eftir að lögbundnum útivistartíma er lokið.

Markmiðið með röltinu er m.a. forvarnarstarf, efla kynni foreldra, gefa þeim tækifæri til að kynnast hverfinu sínu frá öðru sjónarhorni og síðast en ekki síst nágrannavarsla. Nærvera og sýnileiki foreldra eykur öryggi barnanna í hverfinu og vellíðan.

Skipulag foreldrarölts

Foreldrar barna í 5-10 bekk manna röltið yfir skólaárið. Stjórn foreldrafélagsins ber síðan ábyrgð á þeim kvöldum sem standa eftir en þá eru allir foreldrar velkomnir í skemmtilega göngu og spjall!

Röltdagskrá er birt á heimasíðu Lindaskóla og á Facebook síðu foreldrafélagsins í byrjun annar og geta foreldrar merkt hjá sér hvenær röðin er komin að þeim. Umsjónarmaður röltsins, umsjónarkennarar og bekkjarfulltrúar hafa síðan samráð og samvinnu við að framkvæma röltið hverju sinni og er þar notast bæði við tölvupósta og Facebook.

Rölt er á föstudagskvöldum kl 22:00 frá Lindaskóla. Foreldrar rölta og spjalla saman í ca klukkutíma, nema þegar Jemen stendur fyrir viðburði en þá er æskilegt að röltarar staldri við og gangi í skugga um að allir séu á heimleið að viðburðinum loknum.

Röltkeppni

Foreldraröltið er einnig keppni á milli foreldra og er til mikils að vinna!! Sá bekkur sem á hlutfallslega flesta röltara yfir hvora önn er verðlaunaður með kr. 20.000- verðlaunafé sem bekkurinn getur nýt í skemmtun!

Þá er mikilvægt að röltarar taki eina “selfie” af hópnum og setji á Facebook síðu foreldrafélagsins ásamt skilaboðum þar sem stilklað er á stóru um atburði í röltinu.