Eineltisáætlun Lindaskóla

Saman í sátt


Skilgreining á einelti  

Það telst einelti þegar um ítrekað ofbeldi er að ræða gagnvart sama eða sömu einstaklingum og getur það bæði verið líkamlegt og andlegt. Ójafnvægi er í styrkleikasambandi milli gerenda og þolenda, misbeiting á valdi. Einstök stríðni, ágreiningur eða átök milli jafningja telst ekki til eineltis.

Ferill eineltismála  

Tilkynning um einelti

  • Ef starfsfólk skólans verður vart við einelti meðal nemenda eða fær tilkynningu um það frá nemendum, forráðamönnum eða öðrum ber að tilkynna það til viðkomandi umsjónarkennara sem tilkynnir deildarstjóra. 
  • Nemendur og forráðamenn geta tilkynnt um einelti til umsjónarkennara eða deildarstjóra. 
  • Einnig er hægt að skila eyðublaði á skrifstofu skólans: Linkur á eyðublaðið er hér.

Greining og mat á einelti

Umsjónarkennari greinir málið samkvæmt skilgreiningu skólans á einelti. Hann metur umfang málsins með því að afla upplýsinga hjá þolanda, forráðamönnum hans, nemendum og öðru starfsfólki. Höfum það í huga að málefni er varða einelti geta verið mjög misjöfn og því mikilvægt að skoða vel hvert einstakt mál og vinna samkvæmt því. Áætlunin er rammi sem við styðjumst við.

Aðgerðir umsjónarkennara

Telji umsjónarkennari sig ekki geta leyst málið eða aðgerðir hans bera ekki árangur ber honum að vísa því til nemendaverndarráðs með vitund forráðamanna þolandans.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Lindaskóli hefur frá upphafi lagt áherslu á góð samskipti við forráðamenn þannig að þeir finni sig velkomna í skólanum bæði þegar vel gengur og eins ef eitthvað bjátar á.  

Allir starfsmenn skólans skulu fara eftir aðgerðaráætlun skólans varðandi eineltismál.