Skóladagatal Lindaskóla í stafrænni útgáfu

Heil og sæl!

Eins og sjá má skv frétt á vef Kópavogsbæjar sjá hér  Frétt Kópavogsbæjar 

er nú hægt að nálgast skóladagatal Lindaskóla og tengja við dagatal í síma eða tölvu. Þannig fá aðstandendur á auðveldan hátt yfirlit yfir helstu viðburði skólaársins, skipulagsdaga og leyfi. 

Markmiðið er að styrkja upplýsingaflæði milli skóla og heimila og draga úr óvissu foreldra og forsjáraðila um skipulag skólaársins og auðvelda yfirsýn.  Þá segir einnig í fréttinni að dagatölin séu liður í stefnu bæjarins um að efla stafræna þjónustu og bæta upplýsingagjöf. 

Í eftirfarandi tengli má nálgast dagatal Lindaskóla og leiðbeiningar um hvernig dagatalið er tengt á einfaldan hátt við dagatal forsjáraðila. 

Skóladagatöl

Posted in Fréttaflokkur.