Menningardagar 2024

Menningardagar 2024 voru settir við hátíðlega athöfn í morgun. Á menningardögum í Lindaskóla er skólastarfið með örlítið breyttu sniði og ber þá helst að nefna árlega listasýningu í miðrými skólans. En undanfarin ár hefur skólinn fengið til liðs við sig listamann eða konu sem hefur sett verkin sín upp til sýnis í skólanum. Í ár fengum við Rán Flygenring sem listamann menningardaga. En hún er hönnuður, myndlýsir og rithöfundur og hefur gefið út fjöldann allan af bókum.  Nemendur fara með kennurum sínum og skoða verkin og spá aðeins í þau. Skólakór Lindaskóla söng nokkur lög. Einnig fengum við gullfallegan söng frá Signý Náð nemanda í 5.bekk.

Árlegt jólakaffihús er einnig á sínum stað og sjá nemendur í 7.bekk um að lesa jólasögu á meðan nemendur gæða sér á piparkökum og kakói.

 

Posted in Fréttaflokkur.