Kynning á stærðfræðiforritinu Evolytes fyrir yngsta stig

Í dag fengu börn á yngsta stigi í Lindaskóla skemmtilega heimsókn frá fulltrúa stærðfræðiforritsins Evolytes. Siggi, einn af hönnuðum forritsins, kom í heimsókn og kynnti börnunum helstu virkni forritsins ásamt því að útskýra hvað Evolýtarnir eru og hvernig þeir geta stutt við  stærðfræðinámið þeirra.

Evolytes er fjölbreytt og gagnvirkt forrit sem hjálpar börnum að læra stærðfræði á skemmtilegan hátt. Með því að leysa þrautir og vinna verkefni í leikjamiðaðri umgjörð, fá nemendur tækifæri til að þróa stærðfræðifærni sína á skapandi og lifandi hátt.

Börnin voru mjög áhugasöm um kynninguna og spurðu fjölda spurninga um Evolýtana, litríku og skemmtilegu fígúrurnar sem leiða þau í gegnum stærðfræðiverkefnin.

Kynningin var hluti af því að kynna nýjar leiðir til að örva áhuga barnanna á stærðfræði og sýna þeim hvernig tæknin getur verið frábært hjálpartæki í námi.

Evolytes kynningin vakti mikla lukku meðal nemendanna, og verður gaman fyrir þau að spreyta sig á stærðfræðinni í formi tölvuleiks ásamt öðrum kennsluaðferðum.

 

 

Posted in Fréttaflokkur.