Göngum í skólann 2024

Þá er verkefninu Göngum í skólann árið 2024 lokið. En með átakinu eru nemendur hvattir til að ganga í skólann. Allir árgangar Lindaskóla tóku þátt í verkefninu og stóðu nemendur sig vel. Nemendur í 3.bekk stóðu þó uppi sem sigurvegarar en 97,1% nemenda í 3.bekk gengu í skólann á meðan átakinu stóð. Þau fengu að launum Gullskóinn til varðveislu þetta skólaárið. Fast á hæla þeirra kom 5.bekkur en 96,75% nemenda gekk í skólann á meðan átakinu stóð. Þau hlutu að launum Silfurskóinn og fá að varðveita hann þetta skólaárið.

Við óskum nemendum til hamingju og hverjum að sjálfsögðu alla til að nota umhverfisvæna ferðamáta eins og að ganga og koma á hjóli í skólann.

Posted in Fréttaflokkur.