Kurlið á miðstigi Lindaskóla

Í vetur var farið af stað með nýtt verkefni í Lindaskóla sem hugsað er 5.-7.bekk. Tilgangurinn með verkefninu er að blanda árgöngum saman með það að leiðarljósi að nemendur kynnist og myndi gott samband.

Við leggjum áherslu á samvinnuverkefni þar sem nemendur vinna verkefni sem reyna á samskipti og samvinnu ásamt því að fara í leiki með hópana. Kurlið er kennt einu sinni í viku allan veturinn í 80 mínútur í senn. 

Ávinningur af svona verkefni felst meðal annars í að samskipti á milli árganga verða betri og  nemendur eignast vini á milli árganga. Sköpunargleði og útsjónarsemi eykst. Samvinna og samkennd eykst og samstarf á milli kennara sömuleiðis. Síðast en ekki síst þá er gaman og það eru nemendur og kennarar sammála um. 

Undir lok skólaársins réðust nemendur og kennarar í það verkefni að búa til skólablað. Endilega smellið á hlekkinn hér fyrir neðan og kíkið hið stórskemmtilega blað, Kurlfréttir.

https://www.canva.com/design/DAGEo9I-DXQ/OeoiZR4HHIgz4RpvVrEgOA/edit?utm_content=DAGEo9I-DXQ&utm_campaign=designshare&utm_medium=link2&utm_source=sharebutton

Posted in Fréttaflokkur.