Nemendur í 3. og 4. bekk gerðu í vikunni jólakókoskúlur Sveindísar, það er ekki kona jólasveinsins sem er höfundur uppskriftarinnar, heldur hún Sveindís okkar, umsjónarkennari í 4. bekk. Það var því tilvalið að hún kæmi í heimsókn á menningardögum og kíkti á strákana sína og afrakstur þeirra.Uppskriftina má finna á heimasíðu Lindaskóla í uppskriftahorninu. Þar er hún undir uppskriftum fyrir 3. og 4. bekk ásamt fleiri uppskriftum sem árgangar gera í heimilisfræði.