Vordagar Lindaskóla voru dagana 3., 4., og 7., júní, þá var margt ánægjulegt gert í leik og starfi. Farið var í vorferðir og settar voru upp stöðvar á skólalóðinni sem nemendur fóru á og leystu ýmsar þrautir og fóru í leiki. Síðasta vordaginn var Lindaskólaspretturinn þar sem nemendur söfnuðu áheitum og styrktu Félag krabbameinssjúkra barna. Einnig var keppni á milli kennara og nemenda í 10. bekk í brennó og stinger.
Þriðjudaginn 8. júní var Lindaskóla slitið í 24. sinn. Látlaus skólaslit voru þar sem tveimur árgöngum var slitið í einu. Guðrún skólastjóri fór lauslega yfir skólastarfið á liðnu skólaári sem var óvenjulegt vegna heimsfaraldurs Covid 19. Í máli hennar kom fram að skólastarfið hafi gengið mjög vel þrátt fyrir samkomubann og sóttvarnarreglur. Guðrún minntist á gildi skólans sem eru vinátta, virðing og viska og bað nemendur að hafa þau ávallt í huga í öllum samskiptum. Einnig hvatti Guðrún nemendur til að vera duglega að lesa í sumar. Að lokinni dagskrá í matsal skólans fóru nemendur og hittu kennara sína og fengu vitnisburð sinn. Útskrift 10. bekkjar var haldin hátíðleg mánudaginn 7. júní í matsal skólans. Nemendur og foreldrar mættu spariklædd í útskriftina sem og kennarar skólans.
Hér eru myndir frá vordögum og skólaslitum…
Gleðilegt sumar
Starfsfólk Lindaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Skólasetning á nýju skólaári verður þriðjudaginn 24. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.
Bestu sumarkveðjur, starfsmenn Lindaskóla