Miklar framkvæmdir hafa verið á skólalóð Lindaskóla í sumar og nú í byrjun skólaárs. Verið er að setja upp körfuboltavelli og leiktæki fyrir yngri krakkana. Í gær var nýr kastali tekinn í notkun, slár og trampólín. Það er óhætt að segja að leiktækin hafi slegið rækilega í gegn. Bæði í gær og í dag hefur fjöldi nemenda á öllum aldri leikið sér saman með bros á vör. Hér má sjá myndir sem voru teknar í morgun…