Meistaramóti Kópavogs í liðakeppni í skák lauk í dag. Í dag voru nemendur í 3. bekk að tefla og stóðu allir nemendur Lindaskóla sig mjög vel. Þrjú lið kepptu frá Lindaskóla og lenti A sveitin í 2. sæti. Í A sveitinni voru Arnar Freyr, Benedikt Nói, Emil Máni og Sigurður Páll.
Mikill skákáhugi er í Lindaskóla og eru mjög margir nemendur í 1.-7. bekk að æfa skák undir styrkri stjórn Kristófers Gautasonar skákkennara.
Til hamingju frábæru skákmenn – til hamingju Lindaskóli.