Lesum meira- Uglan
Bókasafnsfræðingur skólans stendur fyrir lestrarátaki sem er kallað „Lesum meira“ og endar með spurningakeppni sem kölluð er Uglan. Keppnin er með svipuðu sniði og Útsvar og eru þátttakendur nemendur í 5., 6. og 7. bekk. Útbúinn er ákveðinn leslisti og er bókakössum með einu eintaki af hverri bók komið inn í viðkomandi bekki. Mikilvægt er að allir taki þátt og lesi bækurnar til undirbúnings fyrir keppnina sem er á milli bekkja í 5.-7. bekk. Vinningshafar fá verðlaunagripinn Ugluna til varðveislu í eitt ár. Uglan er liður í læsishvetjandi verkefnum.