Árlegt átak Göngum í skólann fór fram í Lindaskóla nú á haustdögum. Eins og áður hvöttum við nemendur til að ganga, hjóla eða nota annan vistvænan ferðamáta til að ferðast í skólann. Markmiðið með átakinu er að efla hreyfingu, umhverfisvitund og svo auðvitað að fá jákvæða byrjun á deginum.
Nemendur í öllum árgöngum tóku þátt og sýndu frábært fordæmi með því að velja vistvæna ferðamáta.
Að þessu sinni stóð 5.bekkur uppi sem sigurvegari og hlutu þau Gullskóinn að launum fyrir frábæra þátttöku. 2.bekkur fylgdi fast á eftir og hlaut Silfurskóinn að þessu sinni.
Við óskum þessum tveimur árgöngum til hamingju og einnig þeim sem tóku þátt í átakinu og hvetjum þá sem geta til að nota áfram vistvæna ferðamáta.

