Barnaþing Kópavogs 2025 – Lindaskóli átti frábæra fulltrúa!
Í dag, 19. mars, var haldið Barnaþing Kópavogs, þar sem fulltrúar allra grunnskóla bæjarins komu saman til að ræða hugmyndir og tillögur frá sínum skólum. Þetta var einstakt tækifæri fyrir nemendur til að láta rödd sína heyrast og hafa áhrif!
Lindaskóli átti öfluga fulltrúa á þinginu: Magnús Ingi og Hulda Rakel úr 10. bekk
Kristján Máni úr 9. bekk
Rakel Brynja úr 7. bekk
Með þeim fór Margrét Ásgeirsdóttir, samfélagsfræðikennari á unglingastigi.
Krakkarnir okkar stóðu sig með mikilli prýði og voru sammála um að Barnaþingið væri frábær vettvangur til að efla samvinnu og deila skoðunum sínum. Vel gert, krakkar!