Í gær 4.mars var upplestrarkeppnin haldin í salnum í Lindaskóla. Þar kepptu 10 nemendur um sæti í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður 26.mars næstkomandi í Salnum í Kópavogi.
Nemendur stóðu sig með mikilli prýði enda búin að æfa vel undir stjórn Ölmu Hlíðberg bókasafnskennara Lindaskóla.
Því var úr vöndu að velja fyrir dómara keppninnar en að lokum stóðu þeir Kristófer Orri Steindórsson og Guðmundur Kári Yngvason uppi sem sigurvegarar og fara þeir í aðalkeppnina. Rakel Brynja Guðmundsdóttir verður svo varamaður.
Öll stóðu þau sig frábærlega og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með frábæran árangur.
Á meðan dómnefndin réði ráðum sínum fengum við þrjá flotta hljóðfæraleikara úr 10.bekk til þess að leika fyrir okkur tvö lög.