Í morgun, 28. febrúar, var haldið Skólaþing Lindaskóla þar sem nemendur úr öllum árgöngum frá 1.-10. bekk komu saman til að ræða tillögur sem komið höfðu frá öllum bekkjardeildum. Á þinginu gafst nemendum einstakt tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegu ferli og hafa áhrif á skólastarfið.
Nemendur ræddu fjölbreyttar tillögur sem snertu meðal annars á að fá betri húsgögn, fríar samgöngur, fleiri snaga og betri félagsaðstöðu. Þingið var vel heppnað og sýndi fram á mikilvægi þess að hlusta á raddir nemenda og leyfa þeim að taka þátt í ákvarðanatöku.
Við þökkum öllum nemendum og kennurum fyrir þátttökuna og hlökkum til að sjá hvernig tillögurnar verða framkvæmdar í framtíðinni.
Meðfylgjandir eru nokkrar myndir frá morgninum.