Lestrarátak og hrekkjavaka

Þann 16.október hófst skemmtilegt lestrarátak í Lindaskóla sem spannaði alla árganga og stóð hún til 31.október. Nemendur voru hvattir til að lesa og eftir ákveðinn fjölda lesinna mínútna fengu þau kónguló eða leðurblöku sem sett var á kóngulóarvef sem þau höfðu í eða við stofuna sína. Útkoman var hreint út sagt stórglæsileg – veggirnir fylltust af flottum kóngulóarvefjum og endurspeglaði frammistaða nemenda áhuga þeirra á lestri!

Lestrarátakinu lauk síðan með hrekkjavökuhátíð þann 31.október þar sem nemendur og kennarar gerðu sér glaðan dag og mættu í fjölbreyttum og skemmtilegum búningum. Mikil gleði ríkti og má með sanni segja að svona uppbrot hafi heppnast mjög vel.

Posted in Fréttaflokkur.