Innlit í myndmennt hjá 7. ÁGK og Sigríði mynmenntakennara.
Nemendur kynnast aðferðum impressjónistanna. Að skapa stemningu með litum.
Í upphafi töluðum við um upplifun okkar af íslensku landslagi. Skoðuðum verk eftir íslenska myndlistamenn. Og einnig ljósmyndir af íslensku landslagi. Nemendur völdu sér ljósmynd sem þeir síðan studdust við í myndsköpun sinni. Nemendur voru áhugasamir og lögðu sig fram við vinnuna.