Þriðjudaginn 10. maí lögðu ferskir nemendur úr 10. bekk af stað í mjög skemmtilega göngu inn í Reykjadal við Hveragerði. Þetta er hluti af íþróttaeinkunn þeirra
Gangan tók um 1 klukkutíma upp fjallið í átt að heitu laugunum ca. 4 km. Krakkarnir fóru létt með þetta, enda allir í frábæru formi. Þegar upp var komið þurfti að næra sig. Eftir næringuna skelltu nokkrir kappar og gyðjur sér í heita lækinn og voru að að njóta fram eftir degi.
Það voru glaðir og endurnærðir nemendur sem lögðu af stað heim með rútunni eftir 4 tíma ferðalag…..
Takk fyrir okkur María og Lilja