Nú á dögunum fór fram Íslandsmót Barnaskólasveita 1.-3. bekkjar sem fram fór í Rimaskóla.
Hver skóli mátti senda eina sveit og var því aðeins A-lið skólans sent til leiks, en liðið skipuðu: Birkir Hallmundarson, Róbert Ingi, Ívar Pálmi og Viktor Elías. Mótinu var skipt upp í tvo riðla og gáfu tvö efstu sætin rétt á úrslitakeppni. Sigruðu Lindaskólamenn sinn riðil nokkuð örugglega, Rimaskóli lenti þar í öðru sæti. Í úrslitakeppninni misstu okkar menn nokkuð dampinn þegar þeir töpuðu 3-1 á móti Melaskóla. Að lokum lenti Lindaskóli í 3. sæti, aðeins 1 vinningi á eftir Íslandsmeisturunum og 0,5 vinningi á eftir 2. sætinu.
Óskum við þeim til hamingju með flottan árangur.