Þessa viku eru menningardagar skólans. Þeir eru með öðru sniði en undanfarin ár vegna aðstæðna sem allir þekkja. Hver bekkur/árgangur heldur sinni dagskrá að mestu leyti en þó er ýmislegt gert til að brjóta upp skólastarfið. Allir nemendur skólans taka þátt í myndlistarsýningu ársins sem heitir kakóbollinn minn. Hver nemandi teiknaði og litaði kakóbollann sinn og til urðu stór, litrík og falleg verk sem fá að hanga á veggjum skólans. Allir nemendur hafa tekið þátt í rafrænu bingói og fengið kakó. Einnig fá nemendur í 1.-6. bekk rafrænan upplestur á jólasögu frá nemendum í 7. bekk og flestir eða allir nemendur fá rafrænan upplestur frá barnabókarithöfundum svo eitthvað sé nefnt.
Á morgun fimmtudaginn 17. desember er rauður dagur þar sem allir eru hvattir til að klæða sig í eitthvað rautt eða hafa eitthvað rautt á sér. Nemendur í 1-4. bekk fá jólamat í mötuneytinu en eldri nemendur frá jólahressingu inn í stofuna sína.
Föstudaginn 18. desember er síðasti skóladagurinn fyrir jól. Dagskráin er stutt, stofujól í heimastofum kl. 9:30-10:30. Nemendur í 1.-2. bekk fá að dansa í kringum jólatréð.