Netskákmót

Netskákmót hafa verið í hverri viku fyrir nemendur Lindaskóla frá því að samkomubann skall á. Skákmótin eru alla þriðjudaga kl. 16:30; https://www.chess.com/club/skakklubbur-lindaskola.  Frábært framtak hjá Kristóferi Gautasyni skákkennara.

Auk þess hefur Kristófer verið í samstarfi við Menntasvið Kópavogsbæjar um netskákmót fyrir alla nemendur í grunnskólum Kópavogs. Hér fyrir neðan er bréf frá Menntasviði:

Kæru foreldrar,

Þökkum frábæra þátttöku á netskákmótunum uppá síðkastið. Í þessari viku verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin og fá verðlaunahafar gjafabréf frá Ísbúð Vesturbæjar ásamt viðurkenningarskjali og verða verðlaun afhent í skóla viðkomandi nemanda.

Hér eru skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt (mjög einfalt):

  1. Búa til aðgang á www.chess.com (frítt)
  1. Gerast meðlimur í hópnum “Kópavogur-skólar”: https://www.chess.com/club/kopavogur-skolar
  1. Skrá sig á mótin sem hægt er að gera allt að 60 mínútum áður en þau hefjast.
    Mótin verða einnig auglýst á forsíðu hópsins inná chess.com.

Gjafabréf í Ísbúð Vesturbæjar fyrir 3 efstu sætin, ef aðilar eru jafnir á stigum verður dregið um vinning.

Umsjónarmaður er Kristófer Gautason, formaður Skákdeildar Breiðabliks. Ef þið lendið í vandræðum eða viljið fá frekari upplýsingar er hægt að senda honum póst á netfangið kristofer.gautason@rvkskolar.is

Hlökkum til að fylgjast með úrslitunum,
Menntasvið Kópavogsbæjar

Posted in Fréttaflokkur.