Lindaskóli mun halda úti kennslu eins og kostur er út frá þeim fyrirmælum sem skólar hafa fengið vegna samkomubanns. Kennsla verður í skólanum fyrir nemendur í 1.-5. bekk en nemendur í 6.-10. bekk vinna heima samkvæmt fyrirmælum frá kennurum.
Í skólanum verður sami nemenda- og starfsmannahópur saman alla vikuna og alltaf í sömu stofu. Ekki verður blöndun á milli hópa innan skóladagsins og sama gildir um útivist. Í hverjum nemendahópi verða 14-16 nemendur. Stefnt er að fjölbreyttu skólastarfi inni í skólastofunni og úti á skólalóð og hafa kennarar sem bera ábyrgð á hverjum árgangi sent forráðamönnum upplýsingar um starfið.
Frístund verður aðeins opin fyrir nemendur í 1. bekk.
Foreldrar verða að nesta börnin fyrir morgunhressingu. Ekki verður boðið upp á ávaxtahressingu né hádegismat. Þau börn í 1. bekk sem verða í frístund þurfa einnig hádegisnesti.
Við biðjum foreldra að koma ekki inn í skólann nema í brýnni nauðsyn. Ef foreldrar þurfa að koma einhverju til barna sinna meðan á kennsla stendur eru þeir beðnir að koma inn um aðalinngang við Núpalind (miðrými) og koma á skrifstofu skólans. Meðan á kennslu stendur verður skólinn lokaður nema aðalinngangurinn við Núpalind.