Lindaskóli tók þátt í verkefninu „Göngum í skólann“, alþjóðlegu verkefni, dagana 4. september – 2. október. Nemendur stóðu sig vel og gengu, hlupu og hjóluðu.
Allir voru mjög glaðir og sælir þessa daga. Markmiðið með þessu verkefni er að hreyfa sig, menga minna og fá nemendur til að hugsa um loftslagsmálin.
Síðustu vikuna í verkefninu kepptu nemendur í 1. – 7. bekk um Gull- og Silfurskóinn.
Bekkurinn sem fékk Gullskóinn í ár var 3. bekkur sem var með 98,6% mætingu.
Bekkirnir sem fengu Silfurskóinn voru 2. bekkur og 5. bekkur með um 85% mætingu.
Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurglaða 3. bekkjarnemendur fagna því að hafa hreppt gullskóinn.
Áfram Lindaskóli