
- This event has passed.
Skólastarf í upphafi árs 2021
4. janúar,
Gleðilegt ár.
Ný reglugerð um skólastarf tók gildi 1. janúar og gildir til 28. febrúar.
Í nýrri reglugerð geta 50 nemendur verið í sama rými og þeir mega blandast á milli hópa. Í sameiginlegum rýmum eins og í mötuneyti er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun. Þetta hefur þau áhrif að við getum hafið hefðbundið skólastarf á ný og munum við gera það frá morgundeginum (þriðjudagur 5. janúar). Nú geta allir sem eru skráðir í mat borðað í matsalnum. Takmarkanir eru enn í gildi hjá starfsfólki. Við leggjum mikla áherslu á persónulegar sóttvarnir hjá nemendum og starfsmönnum. Þeir þurfa að þvo /spritta hendur þegar þeir fara inn í stofur/mötuneyti. Spritti er við alla innganga og í öllum stofum skólans. Við biðjum ykkur að brýna það áfram fyrir börnum.
Enn gildir sú regla að foreldrar koma ekki inn í skólann nema nauðsyn beri til. Allir gestir sem koma inn í skólann skulu nota andlitsgrímur.
Við vonum að skólastarfið á nýju ári verði farsælt og gott.