Stóra upplestrarkeppnin

Lindaskóli tekur þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember og lýkur með keppni  í mars. Yfirlýst markmið verkefnisins er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Stóra upplestrarkeppnin er fyrir nemendur í 7. bekk. Stóra upplestrarkeppnin er liður í læsishvetjandi verkefnum.